Fluttningar, looksins internet o.fl. :)

Jæja, ég er búin að vera nánast netlaus seinustu 2-3 vikur! En er loks komin með gott netsamband. Ég flutti í vikunni til Ásdísar og verð þar örugglega í smá tíma :) 

Það er búið að vera frekar mikið að gera seinustu vikur hjá mér. Er búin að vinna hverja helgi núna frá því 14.9.13 og er að fara að vinna næstu 2 helgar. Einnig er stundatafla mín frekar þétt og mikil.

image

Og svo er ég að vinna alla mánudaga og þriðjudaga frá 19.30 - 23.30, þannig ég á það til að vera mjög upptekin. 

En já, mér gengur vel í skólanum. Ég er bara búin að fá 10 í einkun nema tvisvar 8,5. 

Föstudaginn 13. sept þá missti ég lang-afa Bjössa, eða eins og ég kallaði hann alltaf „afi í Kefl”. Það var alltaf æðislegt að koma við í Keflavík og síðar meir í Reykjanesbæ og kíkja á afa. Hann var listrænn, duglegur og góður maður og lifði 88 ár. Já ekki allir sem eru það ríkir að hafa átt 3 langafa og 4 langömmur. 

En nú er meistaramánuður og ég ætla að taka hann með trompi. Það verður hreyfing, heilsa, sparnaður, jákvæðni og góð framkoma í fyrirrúmmi!:) Ég ætla mér líka að reyna að blogga oftar. 

Tók morgunæfingu í morgun, ca. 45 mínútur. Ég fékk einnig út úr SJL103 prófinu og fékk 8.5 út úr því. Eins og þið sjáið fyrir ofan þá er það myndin í vinsta horninu sem ég teiknaði og skyggði. Myndin við hliðiná er útkoman úr prófinu, s.s. ljósrit af myndinni minni og svo teiknaði kennarinn línur eins og kannan sjálf leit út í réttum hlutföllum. Fáum ekki að nota reglustikur eða neitt í svona, heldur sitjum við í sérstakri fjarlægð frá hlutnum og notum blýant eða blað til þess að mæla.

Ætla að henda hérna inn nokkrum myndum og verkum sem ég hef verið að vinna við:

Kvöldteikn sem ég gerði um daginn

imageBúið til úr einu A3 kartoni.. virkar auðvelt eeeen ég eyddi miklum tíma í þetta :)! Mátti ekkert bæta við/líma við blaði, heldur þurfti ég að mæla út og hafa þetta sem eina heild, skera og búta til ,flipa’ til að líma saman.

Ætla að segja það gott í bili,
- Eydís Sunna :)

Hollustu ís :)

Þar sem ég er algjör nammigrís þá varð ég að finna eitthvað til þess að ég geti nartað af og til í á kvöldin. Ég prufaði fyrst að setja banana og jarðaber í fyrstir og reyndi að gera ís úr því. En svo ákvað ég að prufa að setja súkkulaði whey protein með og þá kom út þessi vel heppnaði og gómsæti ís :)

image

Það sem þarf er:

 • Banani
 • Jarðaber
 • Mangó
 • Súkkulaði whey prótein
 • Skyr.is vanillu sykurskert
 1. Skerð ávextina niður og setur í frystir.
 2. Þegar ávextirnir eru orðnir frosnir þá setur maður ávextina í blender ásamt smávegis af skyri.
 3. Þegar þetta hefur blandast vel þá setur maður eina skeið af whey próteini út í og blandar þessu vel.
 4. Svo setur maður þetta í box og setur þetta í frystir :)
image
Fyrst það var helgi þá skar ég niður súkkulaðistrimla og setti ofaní. Svo er auðvitað hægt að prufa mismunandi ávexti og prótein :)
xx
Eydís Sunna :*
(gamalt blogg síðan 2011)

Sunnudagur til sælu :)

Jæja hef ákveðið að byrja með blogg að nýju :)

Ég ætla að henda inn færslum sem tengist mínu lífi og áhugamálum t.d. um hreyfingu og heilsu, verkum sem ég geri í skólanum eða heima (teikningar, málverk, tölvuvinnsla o.fl.) og bara því sem mig mun detta í hug.

Ég ákvað í skyndi í sumar að skrá mig í Tækniskólan í almenna hönnun hraðferð. Ég hef alveg frá því í 8. eða 9. bekk langað að læra arkitektúrinn og uppá síðkastið hefur grafísk hönnun heillað mig svolítið.

Þeir áfangar sem ég er að taka núna eru:

 • Almenn hönnun (AHL 103).
 • Myndræn tjáning (AHL 213). Tímunum er skipt í tvennt; Í fyrri tímanum er lært á forritið Illustrator og seinni tímanum erum við að ýmist málað, teiknað o.fl.
 • Teikning vinnu (AHL 123). Þessi áfangi er í raun grunnteikning 103 og 203.
 • Almenn hönnunarsaga (AHS 203).
 • Tölvuteikning (TTC 103). Þar er ég að læra að teikna í AutoCad.
 • Skynjun, túlkun og tjáning (LIM 113).
 • Sjónlist (SJL 103).

Hérna að neðan er t.d. ein teikning sem ég gerði í SJL103, en hún er ekki alveg klár :)

Endilega followið mig á Instagram (eydisaegis)